12.2.2014

Nýju hnúðarnir mínir!

Fann loksins hnúða á kommóðuna mína sem ég ætla að nota sem skiptikommóðu handa litla krílinu.

Fann þá í snilldarbúðinni Tiger, hún klikkar sko aldrei og ekki skemmir fyrir verðið ;) 

Er nokkuð sátt við útkomuna, litríkt og vorlegt ;) 




4.2.2014

35 vikur og 4 dagar!


35 vikur og 4 dagar búnir af þessari meðgöngu, tíminn hefur flogið áfram og örugglega því maður á 3ja ára polla sem þarf mikla athygli ;) Árni fæddist á 36.v þannig það gæti verið stutt í þennan búálf en á þessari meðgöngu hætti ég að vinna tímanlega til að minnka álagið og koma í veg fyrir að krílið myndi koma svona snemma í heiminn eins og síðast. Það hefur annars allt gengið vel og hlökkum við fjölskyldunni alveg rosalega til að fá nýjan einstakling á heimilið ;) 

2.2.2014

Helgin

Helgin er búin að vera afskaplega notaleg, lítið að gera í skólanum hjá bóndanum þannig að við fjölskyldan erum búin að vera dúllast. Í gær fórum við í bæjarrölt, kíktum í Fríðu frænku, Borgarborgasafnið og Kolaportið þar sem ég gerði yndisleg nostalgíukaup. Ég fann bókina sem ég átti þegar ég var lítil "Ævintýri kettlinganna" Þetta var ein af mínum uppáhaldsbókum um hana Maju kisu, mín bók týndist því miður og hef ég á síðustu árum ávallt lúmkst verið að leita að henni á bókasöfnum og bókasölum. Ég tými nú varla að láta strákinn minn hafa hana, langar helst bara að geyma bókina í náttborðsskúffunni hehe ;)



Takið eftir að pabbi Maju fékk sér vindil í afmælisveislunni ... margt hefur nú breyst síðan í gamla daga sem betur fer ;) 

31.1.2014

Bólstrunarnámskeið


Ég sendi kallinn á bólstrunarnámskeið í Tækniskólanum, langaði að fara sjálf en ég er með lítið kríli í bumbu og ekki því sniðugt að anda að sér öllum þessum sterkum efnum en fer pottþétt bara seinna.
Pabbi gaf mér þennan Sindrastól sem hann fékk í fermingagjöf, hann hafði verið í geymslunni og ég gróf hann upp um daginn og fékk leyfi að hann yrði tekinn í gegn :) Gæran var orðin götótt og eydd þannig að það voru keyptar 2 nýjar gærur frá Sútaranum í Stykkilshólmi. 
Stólinn verður tilbúinn í næstu viku og hlakkar mig svo til að fá hann heim í hornið í stofunni. 
Leyfi ykkur að fylgjast með á næstunni ... ;) 






4.1.2014

Makeover...

        
        

Mig langaði allt í einu að gera smá makeover í hansahillunni sem er í stofunni hjá okkur. Ég sá einhverntímann svo sniðuga hugmynd í HH blaðinu að mála milli hansahillanna með áberandi lit. Ég dróg því manninn og strumpinn í næstu málningarbúð og valdi þar 2 liti sem mér fannst harmónera vel saman :) Svo þegar strumpurinn var sofnaður um kvöldið þá hófst vinnan, ég réð mig sem verkefnastjórann en maðurinn fékk það hlutverið að framkvæma verkefnið sem heppnaðist líka svona rosa vel hjá honum ;)

Einföld, ódýr og skemmtileg breyting sem þarf ekki að taka langan tíma ;)

Núna er bara að raða smekklega í hillurnar og taka eftir myndir ...


1.1.2014

Nýtt ár 2014!!!

 Nú er árið 2014 gengið í garð og mun margt skemmtilegt gerast, ég á von á mínu öðru barni í mars og meðan ég verð heima að dúllast í fæðingarorlofi ætla ég að taka upp þráðinn á þessu bloggi mínu þar sem ég mun líklegast eiga nóg af frítíma :)  Ég stefni líka að því að vera dugleg að föndra 
 og gera DIY verkefni sem ég hef svo mikla unun af en ekki haft mikin tíma undanfarið, einnig ætla ég að vera duglega að prjóna og hekla og vonandi get ég sýnt ykkur árangurinn, já og svo einnig ætla ég að vera virk í "52 portrait a week" ljósmyndaverkefni þar sem ég tek mynd af Árna og svo af nýja barninu vikulega í ár, þið getið fylgst með því ef þið klikkið á logoið hér til hliðar. Það er svo ómetanlegt að eiga fallegar myndir af börnunum sínum, smá væmis hérna ;) 

Ég held að nýja árið verði æðislega skemmtilegt og hlakka ég alveg ofsalega til, fá nýja barnið í fangið og fylgjast með stráknum mínum taka því hlutverki að verða stóri bróðir :)  

  

Þessa mynd tók ég rétt áðan, meðan sólin lætur sjá sig á þessum stutta tíma dags getur komið skemmtileg birta á veggina og fannst mér þessir skuggar af kirkjunni og hreindýrastyttunum koma æðislega út á veggnum!


Knús og kossar xxx

9.9.2013

"Jón í lit"


Loksins hef ég hengt upp "Jónanna" mína , elska litina og uppröðunina sem tók smá tíma að ákveða !

5.9.2013

Pastel


Ohh ég elska pastelliti!

Þessa liti væri gaman að mála upp gömul húsgögn eða fætur á tekkhúsgögnum til að flikka uppá ;) 

Þeir heita Green Trance, Winter Fresh, Blushing Apricot, Cantaloupe, Botanical Tint, Spirited Green, Bee Pollen, Modestly Peach, Seafoam Pearl, Teal Zeal, Demure Pink og Warm gold. 

Happy painting!

3.9.2013

Sweet summer-memories





Stundum á svona haustdögum er gott að skoða sumarmyndirnar og ylja hjartað með góðum minningum!

2.9.2013

"Næsti sumarkjólinn minn"


Undanfarið hefur verið rok og rigning og þá er nú gott að klæða sig vel og fara í hressandi göngu niður Laugaveginn og "windowshoppa" aðeins, það gerir svo gott fyrir sálina skiluru ;)  Þegar ég leit inn um gluggan á einum fatamarkaði þá kom ég auga á þennan kjól og ég varð strax ástfangið að honum, hann er svo fallega mintugrænn og sumarlegur að ég bara varð að kaupa hann, hann var minn á stundinni ;) 
Nú er ég strax farin að hlakka til næsta sumars þegar ég verð í honum, valhoppandi með blóm í hárinu, er það ekki jákvæð hugsun í þessu veðri sem gengur nú yfir fagra Ísland, ég hugsa það  ;) 

7.4.2013

14/52


*Vikumyndataka af Árna árið 2013*
Litli banana-apinn minn, finnst voða gaman að klifra og príla og hér er hann búinn að koma sér fyrir á pabba sínum sem er að lesa blöðin!

*52 a potrait a week of my son Árni year 2013*
My little banana-monkey, he likes to climb on the shoulders of his dad who is reading the newspaper!

1.4.2013

Páskar



Yndisleg páskahelgi er liðin og margt skemmtilegt var gert enda heppin með veður og var sól alla hátíðina. Systir hans Ármanns og fylgifiskar voru í bænum og gerðum við margt skemmtilegt saman, kíktum meðal annars í Kringluna og Húsdýragarðinn. Tók þessa mynd í Húsdýragarðinum þegar Árni skellti sér á gröfuna og byrjaði að moka sand, honum fannst skemmtilegt að skoða öll dýrin og hlaupa um!

30.3.2013

Dúllverkefnið mitt


Loksins kláraði ég kommóðuna mína um páskanna. Keypti þessa illa farna kommóðu í Góða hirðinum í vetur fyrir slikk, fann síðan æðislega sölusíðu á netinu og var svo heppin að finna veggfóður sem passaði akkúrat, alveg sérpantað og fullkomið fyrir þessa lúna og gleymdu mumblu og gaf henni nýtt líf ;) 
Hér kemur útkoman, vonandi líst ykkur vel á þetta, ég alla vega er alltaf að dáðst að henni og geng óvenju oft framhjá henni til að kíkja á hana ;) 

Fyrir ...

... hér er ég að byrja sníða, klippa og líma ...

... dúllí dúll, gengur vel ...


voila ;) 

25.3.2013

Páskaþrif og DIY


Páskahreingerningar í fullum gangi, gluggarnir fengu spúl og hægt er að sjá loksins út. Litli strumpur var duglegur að hjálpa til, hann var síðan alveg búinn á því og sofnaði strax eftir kvölmatinn eftir alla útiveruna í dag.
Svo ætla ég að reyna vera dugleg í páskafríinu að gera upp kommóðuna, búin að pússa hana, ætla svo að bera á hana olíu og kaupa nýjar höldur. Svo á ég bút af veggfóðri sem gaman væri að setja á hliðarnar, það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út!

17.3.2013

Insta-moment


Helgin



Yndisleg helgi að baki, samvera með frábæru fólki og mikil útivera :) 
Á föstudagskvöldinu fengum við barnapíu til að passa Árna og kíktum við Ármann út að borða með fólkinu sem hann er með í fornleifafræðideildinni svo eftir það fórum við í þrítugsafmæli til vinkonu minnar, oboy nú fer að hlaðast inn öll þrítugsafmælin á árinu!
Svo á laugardeginu vaknaði ég fersk enda er ekkert hangið langt fram á kvöld þegar maður á 2ja ára strump sem vaknar alltaf klukkan 7 um helgar ;)  
Það var marg um að vera í Reykjavík þessa helgi enda Hönnunarmars, alveg í uppáhaldi hjá mér ;) 
Ég rölti um bæinn með vinkonum mínum og skoðað það sem um var að vera og sest inn á kósýkaffihús og fengið sér kaffi og heita eplaböku, gerist ekki betra :) Sá svo margt fallegt sem mig langar í og eigum við Íslendingar flotta hönnuði sem eru að gera flotta hluti.
Í dag vorum við svo með vöfflukaffi og kíktu Sigga og Benni til okkar með hnátuna sína Árelíu, alltaf svo gaman að hitta þau :) 
Tók nokkrar myndir af Árna þegar við vorum á Klambratúni um helgina!

8.3.2013

Helgin

Eftir leikskóla finnst Árn gott að fá sér ristað brauð með mysing og kókómjólk!


Jæja nú er helgin gengin í garð og planið er að fara í 1. árs afmæli til lítillar skottu svo verður mögulega farið í sundferð og bíltúra :) Vonandi verður gott veður þannig að það sé hægt að vera úti að leika því Árna finnst það skemmtilegt, nýjasta hjá honum er að stappa á snjónum!

Eigiði góða helgi, vonandi verð ég dugleg að taka myndir ;) 

Knús og kossar !

1.3.2013

Góða helgi!



Enn og aftur er kominn föstudagur og fyrsti dagur marsmánaðar! Í dag var öllum dömum boðið í dömukaffi í leikskólanum hans Árna, það er alltaf svo gaman að fá að koma og fylgjast með Árna í leikskólaumhverfinu og spjalla við góða fólkið sem vinnur þar :) 

Í kvöldmat ákvað ég að gera kjúkling í rjómasósu með beikoni og sveppum sem er æðislega gott og auðveld uppskrift sem ég fann á skemmtilegasta matarbloggi sem ég fylgist með daglega hennar Evu Laufey Kjaran. Ég hef gert þessa uppskrift einu sinni áður og heppnaðist hún fullkomnlega hjá mér en í kvöld þá því miður skilaði rjóminn sér í ofninum þegar ég var að baka kjúklingabringurnar, veit ekki alveg út af hverju en grunar að ég hafi stillt ofninn á of hátt en so what þetta var samt gott ;) 

Framundan um helgina er þrítugsafmæli hjá einni vinkonu minni í Stellunum og hlakka ég ótrúlega til að hitta stelpurnar mínar annaðkvöld, það er alltaf svo mikið fjör þegar við hittumst.
Annars verður þetta rólegast helgi ekkert planað sem er stundum gott því þá gerast skemmtilegustu hlutirnir!

Eigið góða helgi!

28.2.2013

*insta-moments!

1. Lestrarhestur!
2. Svefnherbergisglugginn
3. Bananabrauð
4. Litli strumpur sofandi með Pésa, bangsann, ugluna, He-Man ...
5. Bambalampi
6. Lóa sem ég fann í Góða hirðinum
7. Teiknimynd mín sem er eftir annarri fyrirmynd sem ég fann á netinu!
8. Púsl um jólin
9. Hú hú!