20.5.2012

Tiltekt á sunnudegi


Átti yndislegan sunnudag með fjölskyldunni í dag. Fórum í smá tiltekt í bílskúrnum hjá mömmu og pabba meðan Árni svaf í kerrunni. Fylltum pallin af allskynsrusli sem farið var svo í Sorpu, ég náði nú samt að finna mér nokkra gersema. Meðal annars þennan rauðrósóttan áltunk, barnaharmónikkuna mína sem ég átti þegar ég var lítil. Nú verður farið í það að kenna Árna á hana. Fundum síðan tekkplötuspilara en við krossum puttanna að hann virki. Pabbi lét fylgja með nokkrar vínylplötur.

      *   *   *

Sæti sykurpúðinn minn 

    *   *   *

Engin ummæli:

Skrifa ummæli