9.7.2014

Ukulele

Ukulele er eitt af krúttlegustu hljóðfærum sem ég hef séð, enda hægt að fá það í mismunandi litum og 
útfærslum. 
Ég er algjörlega dolfallin yfir þessu hljóðfæri og langar svo að eignast einn slíkan, skelli mér svo bara á næsta námskeið og þá er ég good to go í næsta partý eða jafnvel bara til að glamra á og raula fyrir börnin ;) 

8.7.2014

Júníus Meyvant - Color DecayÞetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa daganna, er á repeat all day long!
Er í funky og seventies-stíl sem ég elska. 
Er á nýjustu plötunni sem kom út í maí "This Is Icelandic Indie Music vol.2"

Mæli með þessu ;) 

+++

18.5.2014

Fía frábæraFía frábæra varð 3ja mánaða í gær, hún er algjör svefnpurka en þegar hún er vakandi finnst henni skemmtilegast að fylgjast með bróður sínum vera með skemmtiatriði fyrir sig :) Í síðustu viku var hún í skoðun og er orðin 5860gr og 59cm, þyngdist um 440gr milli skoðanna og búin að tvöfalda fæðingdarþyngd sína :)


+++ 

16.5.2014

Ilmandi grasÉg elska að sumarið sé að koma, það er ekkert sumarlegra en nýslegið gras og grilllykt :) Ég er búin að panta sól og hitabylgju í sumar svo ég og Fía mín getum verið mikið úti ;) 

Í dag fékk garðurinn fyrstu klippinguna sína og Fía svaf vært í vagninum úti enda svo gott að sofa í ferska og ilmandi loftinu :)

+++

15.5.2014

***

Ég ætla alltaf að fara byrja á þessu blessaða bloggi mínu sem ég ætlaði að vera svo dugleg í fæðingarorlofinu og safna saman myndunum af hversdagsleikanum og halda út einskonar mini dagbók en kem því aldrei í verk á daginn :/ Ég ætti að hafa nóg af tíma til þess þar sem daman hefur sofið fyrstu þrjá mánuðina nánast hehe ;)

En það sem hefur drifið á hjá okkur fjölskyldunni er nú margt síðustu mánuði. Daman dafnar vel og er ofsalega vær og góð, eins og ég óskaði mér heitt ;) 
Um páskanna var hún skírð og fékk hún nafnið Soffía Ósk og ber hún nafnið afskaplega vel að mati okkur foreldranna.

En nú kemur í ljós hvort ég nái að halda út þessu bloggi :)  
1. Nýfædd
2. Mömmukúr
3. Sefur eins og engill
4. Sefur vært í blómasængurverinu mínu
1. Bolludagur og Árni útataður í súkkulaðikremi
2. Enn ein mömmukúrumynd
3. Árni alltaf í stuði
4. Fallegt prjónasett frá flinkri prjónakonu
1. Soffía hissa
2. Árni kom heim úr leikskólanum með grænar strípur
3. Ég er svo rík að eiga þessi yndislegu börn
4. Fía brosmilda ;) 

+++

26.2.2014

Lífið er yndislegt!

Lífið er yndislegt þessa daganna skal ég segja ykkur, þann 
17. febrúar fæddist okkur undurfögur dama. Hún vóg 2914 gr og var 47 cm. Eins fljótt og hún kom í heiminn fengum við einnig að fara heim fljótlega eftir fæðingu sem var ósköp notalegt því heima er ávallt best að vera. Árni stóri bróðir tók litlu systur sinni afar vel og er duglegur að hjálpa til.

Ég er að gera myndaseríu af dömunni og þessar tvær eru komnar, fyrri er tekin á 36. viku og sú seinni þegar daman er nýfædd, svo í framhaldinu ætla ég að taka svona myndir mánaðarlega og gaman verður að sjá hversu hratt hún mun dafna!

 
36 vikur 

Nýfædd