12.6.2012

Þriðjudagskvöldverðurinn

Add caption

Nú ætla ég að monta mig aðeins í fyrsta skipti það sem ég eldaði í kvöldmatinn í kvöld sem var ofnbökuð eggjabaka. Þetta er reyndar ótrúlega einfaldur réttur og hægt að nýta allt grænmeti sem er á síðasta snúning í ísskápnum. Ég reyndar er ekki orðin nógu mikil húsmóðir að nenna að hnoða í smjördeig heldur keypti ég það frosið í bónus sem bragðast bara jafnvel. En nú ætla ég láta ljós mitt skína og sýna ykkur afraksturinn og læt fylgja með uppskriftina.

4 sveppir 
1/2 rauð paprika 
1 laukur

3 plötur smjördeig

6 egg
1 lítil dós kotasæla
ostur og tómatur til að setja ofaná

salt og pipar

Hitið ofninn 200 C
Steikið grænmetið á pönnu
Fletjið smjördeigið og leggið yfir bökunarform
Setjið steikta grænmetið ofaná smjördeigið
Hrærið saman eggin og kotasæluna og hellið yfir grænmetið
Setjið ostinn yfir og svo tómatanna
Kryddið
Bökunartími 35-40 mín

Verði ykkur að góðu

1 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða