17.3.2013

HelginYndisleg helgi að baki, samvera með frábæru fólki og mikil útivera :) 
Á föstudagskvöldinu fengum við barnapíu til að passa Árna og kíktum við Ármann út að borða með fólkinu sem hann er með í fornleifafræðideildinni svo eftir það fórum við í þrítugsafmæli til vinkonu minnar, oboy nú fer að hlaðast inn öll þrítugsafmælin á árinu!
Svo á laugardeginu vaknaði ég fersk enda er ekkert hangið langt fram á kvöld þegar maður á 2ja ára strump sem vaknar alltaf klukkan 7 um helgar ;)  
Það var marg um að vera í Reykjavík þessa helgi enda Hönnunarmars, alveg í uppáhaldi hjá mér ;) 
Ég rölti um bæinn með vinkonum mínum og skoðað það sem um var að vera og sest inn á kósýkaffihús og fengið sér kaffi og heita eplaböku, gerist ekki betra :) Sá svo margt fallegt sem mig langar í og eigum við Íslendingar flotta hönnuði sem eru að gera flotta hluti.
Í dag vorum við svo með vöfflukaffi og kíktu Sigga og Benni til okkar með hnátuna sína Árelíu, alltaf svo gaman að hitta þau :) 
Tók nokkrar myndir af Árna þegar við vorum á Klambratúni um helgina!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli