8.3.2011

Saltkjöt og baunir, túkall ;)

Saltkjöt og baunir er ómissandi á sprengidaginn en þessi ljúfengi og næringaríki réttur er auðvitað góður allt árið. Uppskriftina fann ég í eitt af mínum uppáhaldstímaritum Gestgjafanum sem getur held ég aldrei klikkað :P

Baunasúpa

300 g gular baunir
2 l vatn
75 g beikon
1 blaðlaukur
1 sellerístöngull
1 tsk timjan
2 stk lárviðarlauf
pipar
750 g saltkjöt
500 g rófur
500 g gulrætur

Leiðbeiningar

Best er að láta baunirnar liggja í bleyti yfir nótt. Setjið svo baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af. Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í, ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b. klukkustund. Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið út í. Látið malla áfram í 25 mínútur. Afhýðið rófur og gulrætur, skerið í bita og setjið út í. Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn. 
Bon apetit :) 


1 ummæli: