1.3.2013

Góða helgi!



Enn og aftur er kominn föstudagur og fyrsti dagur marsmánaðar! Í dag var öllum dömum boðið í dömukaffi í leikskólanum hans Árna, það er alltaf svo gaman að fá að koma og fylgjast með Árna í leikskólaumhverfinu og spjalla við góða fólkið sem vinnur þar :) 

Í kvöldmat ákvað ég að gera kjúkling í rjómasósu með beikoni og sveppum sem er æðislega gott og auðveld uppskrift sem ég fann á skemmtilegasta matarbloggi sem ég fylgist með daglega hennar Evu Laufey Kjaran. Ég hef gert þessa uppskrift einu sinni áður og heppnaðist hún fullkomnlega hjá mér en í kvöld þá því miður skilaði rjóminn sér í ofninum þegar ég var að baka kjúklingabringurnar, veit ekki alveg út af hverju en grunar að ég hafi stillt ofninn á of hátt en so what þetta var samt gott ;) 

Framundan um helgina er þrítugsafmæli hjá einni vinkonu minni í Stellunum og hlakka ég ótrúlega til að hitta stelpurnar mínar annaðkvöld, það er alltaf svo mikið fjör þegar við hittumst.
Annars verður þetta rólegast helgi ekkert planað sem er stundum gott því þá gerast skemmtilegustu hlutirnir!

Eigið góða helgi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli