31.1.2014

Bólstrunarnámskeið


Ég sendi kallinn á bólstrunarnámskeið í Tækniskólanum, langaði að fara sjálf en ég er með lítið kríli í bumbu og ekki því sniðugt að anda að sér öllum þessum sterkum efnum en fer pottþétt bara seinna.
Pabbi gaf mér þennan Sindrastól sem hann fékk í fermingagjöf, hann hafði verið í geymslunni og ég gróf hann upp um daginn og fékk leyfi að hann yrði tekinn í gegn :) Gæran var orðin götótt og eydd þannig að það voru keyptar 2 nýjar gærur frá Sútaranum í Stykkilshólmi. 
Stólinn verður tilbúinn í næstu viku og hlakkar mig svo til að fá hann heim í hornið í stofunni. 
Leyfi ykkur að fylgjast með á næstunni ... ;) 






Engin ummæli:

Skrifa ummæli