4.1.2014

Makeover...

        
        

Mig langaði allt í einu að gera smá makeover í hansahillunni sem er í stofunni hjá okkur. Ég sá einhverntímann svo sniðuga hugmynd í HH blaðinu að mála milli hansahillanna með áberandi lit. Ég dróg því manninn og strumpinn í næstu málningarbúð og valdi þar 2 liti sem mér fannst harmónera vel saman :) Svo þegar strumpurinn var sofnaður um kvöldið þá hófst vinnan, ég réð mig sem verkefnastjórann en maðurinn fékk það hlutverið að framkvæma verkefnið sem heppnaðist líka svona rosa vel hjá honum ;)

Einföld, ódýr og skemmtileg breyting sem þarf ekki að taka langan tíma ;)

Núna er bara að raða smekklega í hillurnar og taka eftir myndir ...


Engin ummæli:

Skrifa ummæli