1.1.2014

Nýtt ár 2014!!!

 Nú er árið 2014 gengið í garð og mun margt skemmtilegt gerast, ég á von á mínu öðru barni í mars og meðan ég verð heima að dúllast í fæðingarorlofi ætla ég að taka upp þráðinn á þessu bloggi mínu þar sem ég mun líklegast eiga nóg af frítíma :)  Ég stefni líka að því að vera dugleg að föndra 
 og gera DIY verkefni sem ég hef svo mikla unun af en ekki haft mikin tíma undanfarið, einnig ætla ég að vera duglega að prjóna og hekla og vonandi get ég sýnt ykkur árangurinn, já og svo einnig ætla ég að vera virk í "52 portrait a week" ljósmyndaverkefni þar sem ég tek mynd af Árna og svo af nýja barninu vikulega í ár, þið getið fylgst með því ef þið klikkið á logoið hér til hliðar. Það er svo ómetanlegt að eiga fallegar myndir af börnunum sínum, smá væmis hérna ;) 

Ég held að nýja árið verði æðislega skemmtilegt og hlakka ég alveg ofsalega til, fá nýja barnið í fangið og fylgjast með stráknum mínum taka því hlutverki að verða stóri bróðir :)  

  

Þessa mynd tók ég rétt áðan, meðan sólin lætur sjá sig á þessum stutta tíma dags getur komið skemmtileg birta á veggina og fannst mér þessir skuggar af kirkjunni og hreindýrastyttunum koma æðislega út á veggnum!


Knús og kossar xxx

Engin ummæli:

Skrifa ummæli