Lífið er yndislegt þessa daganna skal ég segja ykkur, þann
17. febrúar fæddist okkur undurfögur dama. Hún vóg 2914 gr og var 47 cm. Eins fljótt og hún kom í heiminn fengum við einnig að fara heim fljótlega eftir fæðingu sem var ósköp notalegt því heima er ávallt best að vera. Árni stóri bróðir tók litlu systur sinni afar vel og er duglegur að hjálpa til.
Ég er að gera myndaseríu af dömunni og þessar tvær eru komnar, fyrri er tekin á 36. viku og sú seinni þegar daman er nýfædd, svo í framhaldinu ætla ég að taka svona myndir mánaðarlega og gaman verður að sjá hversu hratt hún mun dafna!

36 vikur
Nýfædd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli