15.5.2014

***

Ég ætla alltaf að fara byrja á þessu blessaða bloggi mínu sem ég ætlaði að vera svo dugleg í fæðingarorlofinu og safna saman myndunum af hversdagsleikanum og halda út einskonar mini dagbók en kem því aldrei í verk á daginn :/ Ég ætti að hafa nóg af tíma til þess þar sem daman hefur sofið fyrstu þrjá mánuðina nánast hehe ;)

En það sem hefur drifið á hjá okkur fjölskyldunni er nú margt síðustu mánuði. Daman dafnar vel og er ofsalega vær og góð, eins og ég óskaði mér heitt ;) 
Um páskanna var hún skírð og fékk hún nafnið Soffía Ósk og ber hún nafnið afskaplega vel að mati okkur foreldranna.

En nú kemur í ljós hvort ég nái að halda út þessu bloggi :)  
1. Nýfædd
2. Mömmukúr
3. Sefur eins og engill
4. Sefur vært í blómasængurverinu mínu
1. Bolludagur og Árni útataður í súkkulaðikremi
2. Enn ein mömmukúrumynd
3. Árni alltaf í stuði
4. Fallegt prjónasett frá flinkri prjónakonu
1. Soffía hissa
2. Árni kom heim úr leikskólanum með grænar strípur
3. Ég er svo rík að eiga þessi yndislegu börn
4. Fía brosmilda ;) 

+++

Engin ummæli:

Skrifa ummæli